Innlent

Líklegt að helstu leiðum verði lokað á morgun vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Búast má við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Vesturlandsvegi um Kjalarnes.
Búast má við lokunum á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Vísir/TLT
Vegna óveðurs má búast við að á morgun, fimmtudag, þurfi að grípa til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni en þar segir að líkur séu á því að um og upp úr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og á Mosfellsheiði.

Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er líklegt að einnig þurfi að loka Vesturlandsvegi um Kjalarnes.

Samkvæmt ábendingu frá Veðurfræðingi, sem finna má inni á vef Vegagerðarinnar, mun lægð sem dýpkar ört suður af landinu valda ofanhríð og stormi eftir hádegi á morgun. Fyrst á Hellisheiði frá því um og upp úr hádegi og um miðjan dag almennt um sunnanvert landið. Austan 18-25 m/s og reiknað með snörpum byljum s.s. undir Eyjafjöllum, í Öræfum og á Kjalarnesi. 

Hætt er við að mjög blint verði.  Síðdegis blotar á láglendi og þá tekur við flughálka á vegum. Skil lægðarinnar er síðan spáð norður yfir landið annað kvöld.  


Tengdar fréttir

Viðvörun vegna óveðurs

Spáð er austan og norðaustan stormi eða roki, 20-28 m/s sunnan- og vestantil á landinu síðdegis á morgun, en norðan- og austantil aðra nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×