Innlent

Líklegt að fresta þurfi hátt í 800 skurðaðgerðum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Líklegt er að fresta þurfi 700-800 skurðaðgerðum á Landspítalanum nái læknar ekki að semja fyrir 11. desember. Þetta kom fram í máli Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs LSH, í kvöldfréttum Stöðvar 2.  

„Það hefur þurft að fresta fresta sjö hjartaþræðingum í dag og það verður svipað á morgun. Þá er einnig búið að fresta níu maga og ristilspeglunum,“ sagði Guðlaug.

Um 160 læknar lögðu niður störf í dag í annarri verkfallslotu lækna. Mikið ber í milli deilenda og er hvorug fylkingin bjartsýn á lausn í bráð. Læknar fara fram á 30-36 prósenta launahækkun en samninganefnd ríkisins hljóðar upp á 3 prósenta hækkun. Verkfallið hefur skapað mikla óvissu á Landspítalanum en það nær einnig til lækna um land allt.  Hátt í sjötíu aðgerðum hefur verið frestað undanfarna daga vegna verkfallaðgerðanna.




Tengdar fréttir

Landspítali eða RÚV?

Heilbrigðiskerfið á Íslandi virðist vera að molna. Brostin eru á verkföll lækna, það er þeirra sem enn eru eftir á Íslandi, því mikill fjöldi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hefur þegar yfirgefið landið og gengur nú til starfa í Noregi, Svíþjóð og víðar. Margir læknar virðast kjósa að koma alls ekki heim úr framhaldsnámi erlendis. Biðlistar í heilbrigðiskerfinu lengjast og víða úti á landi er varla boðið upp á fulla heilbrigðisþjónustu.

Hækkun um fjóra milljarða verði gengið að kröfum lækna

Heildarlaun lækna eru um fjórtán milljarðar á ári samkvæmt fjármálaráðuneytinu. Kröfur Læknafélagsins um þrjátíu prósenta launahækkun mundu hækka laun þeirra um 4,2 milljarða króna ef gengið yrði að

Önnur verkfallslota hafin hjá læknum

Læknar á lyflækningasviði Landspítalans og á sjúkrahúsinu á Akureyri lögðu niður störf á miðnætti og stendur verkfall þeirra í tvo sólarhringa. Lyflækningasviðið er umfangsmesta sviðið á Landsspítalanum.

Læknisvottorð, ónýtur pappír?

Það er þekkt að læknar eru reglubundið beðnir um að gefa út vottorð vegna veikinda skjólstæðinga sinna, einnig vegna starfshæfni eða annarrar hæfni sem þykir þurfa læknisfræðilega nálgun og staðfestingu

Reyna að milda áhrif sem mest

Læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri hófu verkfall á miðnætti og stendur verkfall þeirra yfir til miðnættis annað kvöld. Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stjórnendur stofnunarinnar reyna sem mest að milda þau áhrif sem verkfall lækna kunni að hafa.

Fimm hjartaþræðingum frestað í dag vegna verkfalls

Fimm hjartaþræðingum og tveimur sérhæfðum hartaaðgerðum hefur verið frestað á Landspítalanum í dag útaf verkfalli lækna á lyflækningasviði. Deiluaðilar ætla að funda í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en launakröfur lækna muni kosta ríkið um fjóra milljarða.

Aðgerðum frestað og biðlistar lengjast

Fimm hjartaþræðingum og tveimur flóknari hjartaaðgerðum frestað á Landsspítalanum í dag. Aðeins tveir lyflæknar á vakt í Fossvogi.

Erfitt að réttlæta tugprósenta launahækkun lækna

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að læknar verði að sýna fram á að þeir hafi dregist aftur úr öðrum hópum áður hægt verður að samþykkja launakröfur þeirra.

Verkfall lækna skollið á

Heilsugæslulæknar og læknar á kvenna-, barna- og rannsóknarsviði Landspítalans hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknar munu einungis sinna bráðaþjónustu. Verkfallið hefur áhrif á þúsundir sjúklinga.

Læknaverkfall hófst á miðnætti

Verkfallsaðgerðir lækna í Læknafélagi Íslands hófust á miðnætti og í þessari atrennu ná þær til umþaðbil 300 lækna á heilsugæslustöðvum og á kvenna- barna og rannsóknasviði Landsspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×