Innlent

Líklega sinn­epsgas í vopn­um sem Íslend­ing­ar fundu í Írak

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty/skjáskot af vef rúv
Margt bendir til að vopnin sem íslensku sprengjusérfræðingarnir fundu í Írak árið 2003, hafi innihaldið sinnepsgas, eins og haldið var í fyrstu. Sprengjusérfræðingur segist alltaf hafa furðað sig á því að Bandaríkjaher hafi eytt þeim eins og efnavopnum, eftir að hafa fullyrt að þau væru það ekki. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV.

New York Times greindi frá því í síðustu viku að bandarísk hermálayfirvöld hefðu um árabil leynt upplýsingum um þúsundir efnavopna sem fundist hefðu í Írak frá innrás þeirra í landið árið 2003.

Jónas Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur, var gestur í þættinum Kastljós á RÚV í kvöld en hann var við störf í Írak árið 2004. Jónas segir upplýsingarnar í grein New York Times lýsa aðstæðum sem hann upplifði sjálfur í Írak.

Jónas fann sprengjur sem hann og sprengjusérfræðingar Dana og Breta rannsökuðu. Niðurstaða þeirra var sú að í sprengjunum væri sinnepsgas.

Bandaríski herinn taldi sprengjurnar þó ekki innihalda efnavopn en að sögn Jónasar fékkst ekki skýring á þeirri niðurstöðu. Hann segir það því hafa komið sér á óvart þegar yfirmenn bandaríska hersins létu eyða sprengjunum, eins og þær innihéldu efnavopn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×