Erlent

Líkamsleifar finnast í bandarískum tundurspilli

Kjartan Kjartansson skrifar
Gat kom í skrokk tundurspillisins bakborðamegin við áreksturinn.
Gat kom í skrokk tundurspillisins bakborðamegin við áreksturinn. Vísir/AFP
Kafarar bandaríska sjóhersins funduð líkamsleifar sem taldar eru af sjóliðum neðan þilja í tundurspillinum USS John S. McCain sem lenti í árekstri við flutningaskip í gær.

Tíu sjóliða er saknað eftir árekstur tundurspillisins við flutningaskipið Alnic MC nærri Singapúr. Gat kom á bakborða tundurspillisins við áreksturinn við vatnslínu, samkvæmt frétt Reuters. Vatn flæddi inn í rými, þar á meðal inn í káetur þar sem sjóliðar sofa.

Sjóher Malasíu hefur einnig tilkynnt að hann hafi fundið líkamsleifar átta sjómílum norðvestur af staðnum þar sem skipin rákust á.


Tengdar fréttir

Tíu bandarískra sjóliða saknað

Tundurspillirinn, John S McCain, var á siglingu austan við Singapúr og stefndi að höfn þegar áreksturinn varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×