Innlent

Líkamsárásir í miðborginni

Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um nokkrar líkamsárásir í miðborginni.
Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um nokkrar líkamsárásir í miðborginni. Vísir/Vilhelm
Ökumaður var handtekinn í Breiðholti í nótt eftir hann að sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Lögreglan hóf eftirför og keyrði maðurinn á aðra bifreið og umferðarljós á meðan á henni stóð. Einn farþegi var í bílnum og var hann líka handtekinn þegar lögreglan náði loks að stöðva bílinn. Talið er að einn maður til viðbótar hafi verið í bílnum en hann er ófundinn.

Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um nokkrar líkamsárásir í miðborginni en að þremur veitingastöðum hafi verið lokað í miðborg Reykjavíkur. Í tveimur tilvikum voru of margir gestir inni á stöðunum og í einu tilviku reyndist rekstrarleyfi vera útrunnið. Töluverður erill var hjá lögrelgunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna skemmtanahalds og ölvunar.

Ráðist var á karl og konu í miðbænum og var konan flutt á slysadeild til aðhlynningar með áverka á andliti. Árásarmennirnir náðu að forða sér en lögreglan segist vita hverjir þeir eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×