Innlent

Lík franska skipstjórans að öllum líkindum fundið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Umrædd seglskúta.
Umrædd seglskúta. mynd/lhg
Lík fannst í fjörunni í Grindavík á svipuðum stað og brak af franskri skútu sem ekkert hafði spurst til síðan í sumar, þar til neyðarboð barst frá henni í gær. Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir líkfundinn í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef DV.

Þar kemur fram að líkið hafi fundist um klukkan níu í gærmorgun en björgunarsveitir í Grindavík höfðu fyrr um morguninn haldið til leitar að skútunni eftir að neyðarboðið frá henni barst. Að öllum líkindum er líkið af skipstjóra skútunnar en hennar hafði verið saknað síðan í sumar.

Skútan hafði siglt frá Portúgal þann 7. júlí síðastliðinn og hafði áætlað komu til Azoreyja þann 16. júlí. Einn maður var í áhöfn, hinn 63 ára gamli Joseph Le Goff að því er fram kemur á vef DV.

Neyðarboð barst frá skútunni í gærmorgun eins og áður segir en auk björgunarsveitarmanna fór þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er von á tilkynningu vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×