Erlent

Lík 74 innflytjenda skolaði á strendur Líbýu

Anton Egilsson skrifar
Talið er að enn fleiri hafi týnt lífi sínu.
Talið er að enn fleiri hafi týnt lífi sínu. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 74 lík ráku á land við strendur borgarinnar Zawiya í Líbýu í dag. Talið er að um sé að ræða innflytjendur sem hafi drukknað á leið sinni sjóleiðis til Evrópu. The Guardian greinir frá.

Samkvæmt talsmanni Rauða kross Líbýu fannst sundurtættur gúmmíbátur sem innflytjendurnir ferðuðust á skammt frá ströndum borgarinnar. Óttast hann að enn fleiri hafi drukknað en hann segir bátinn hafa getað flutt allt að 120 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×