Enski boltinn

Lífsnauðsynlegur sigur hjá Kára og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári var í sigurliði í dag.
Kári var í sigurliði í dag. Vísir/Getty
Kári Árnason var eini Íslendingurinn í ensku B-deildinni í knattspyrnu sem var í sigurliði í dag, en Kári og félagar í Rotherman unnu mikilvægan sigur á Wigan.

Kári var sem fyrr í byrjunarliði Rotherham sem vann ansi mikilvægan sigur á Wigan. Með sigrinum fjarlægist Rotherham botnbaráttuna í bili að minnsat kosti.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem lá fyrir Brentford heima. Brentford komst 3-0 yfir eftir 32. mínútna leik, en Cardiff náði að klóra í bakkann. Cardiff er í ellefta sæti deildarinnar.

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar töpuðu heima gegn Blackburn 2-0, en Jordan Rhodes skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Charlton er í tólfta sæti deildarinnar.

Nottingham Forest og Leeds mætast svo í síðasta leik dagsins í deildinni, en leikur er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2/HD.

Öll úrslit dagsins:

Derby - Norwich 2-2

Blackburn - Charlton 2-0

Blackpool - Bournemouth 1-6

Cardiff - Brentford 2-3

Fulham - Sheffield Wednesday 4-0

Huddersfield - Birmingham 0-1

Ipswich - Middlesbrough 2-0

Reading - Watford 0-1

Wigan - Rotherma 1-2

Wolves - Brighton & Hove Albion 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×