Körfubolti

Lífsnauðsynlegur sigur hjá ÍR | Myndir

Úr leik ÍR og Fjölnis í kvöld.
Úr leik ÍR og Fjölnis í kvöld. vísir/vilhelm
Tveir leikir fóru fram í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld.

Botnlið ÍR vann þá lífsnauðsynlegan sigur á Fjölni á meðan Þór skellti Grindavík í Þorlákshöfn.

Fyrsta tap Grindavíkur á þessu ári. Menn þar á bæ voru að hressast eftir erfitt gengi á síðasta ári en Grindjánum var skellt aftur niður á jörðina í kvöld.

Botnbaráttan er orðin æsispennandi eftir sigur ÍR í kvöld. ÍR, Skallagrímur og Fjölnir eru öll með sex stig í neðstu sætunum.

ÍR komst með sigrinum upp úr botnsætinu og í tíunda sætið.

Úrslit:

Þór Þ.-Grindavík 97-88 (14-16, 24-29, 28-12, 31-31)

Þór Þ.: Darrin Govens 24/6 fráköst/6 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 21, Emil Karel Einarsson 17/5 fráköst, Nemanja Sovic 16/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 10/10 fráköst, Oddur Ólafsson 7, Baldur Þór Ragnarsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 0, Halldór Garðar Hermannsson 0, Jón Jökull Þráinsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0.

Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 23, Rodney Alexander 19/17 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17, Ómar Örn Sævarsson 10/9 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 6, Hinrik Guðbjartsson 5, Ólafur Ólafsson 4/8 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.

ÍR-Fjölnir 87-82 (22-21, 30-15, 17-24, 18-22)

ÍR: Trey Hampton 31/12 fráköst/5 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Sveinbjörn Claessen 10/6 fráköst/7 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 9, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Pálmi Geir Jónsson 2, Hamid Dicko 2, Daníel Freyr Friðriksson 0, Dovydas Strasunskas 0, Sæþór Elmar Kristjánsson 0, Ragnar Örn Bragason 0, Kristófer Fannar Stefánsson 0.

Fjölnir: Jonathan Mitchell 38/11 fráköst, Róbert Sigurðsson 18/8 fráköst/7 stoðsendingar, Sindri Már Kárason 9, Arnþór Freyr Guðmundsson 8/6 stoðsendingar, Ólafur Torfason 4/5 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 3, Davíð Ingi Bustion 2, Valur Sigurðsson 0, Emil Þór Jóhannsson 0, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0, Danero Thomas 0.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×