Menning

Lífsganga að vissu leyti

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
 "Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir Ragnheiður.
"Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir Ragnheiður. Vísir/Valli
„Ég er að lýsa því hvernig er að takast á við erfiða líðan, ganga í gegnum eitthvað, skoða það og endurfæðast í gegnum reynsluna. Þetta er svona lífsganga eða þroskasaga að vissu leyti,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir myndlistarmaður um sýninguna Endurfæðing hjartans sem hún opnar í Grafíksalnum í Tryggvagötu 17 á laugardaginn. Myndirnar hennar eru unnar með blandaðri tækni, á mörkum textíls og málverks, og í þeim birtast vangaveltur Ragnheiðar um hvort vitundin búi í hjartanu eða heilanum. „Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir hún og meinar það.



Ragnheiður útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2000 og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Þetta er þriðja einkasýningin. Hún er búin að koma sér upp vinnustofu á Kársnesinu í Kópavogi og er ein þeirra sem reka Anarkíu listasal, þar sem hún hefur bæði verið með einkasýningu og tekið þátt í samsýningu með öðrum.

Ragnheiður er andleg í túlkunum sínum á eigin verkum. „Þegar ég fór að vinna að sýningunni fann ég að hún tengist svolítið páskunum. Þar er svo mikið af táknum.“



Eftir opnun verður sýningin Endurfæðing hjartans í sal Íslenskrar grafíkur opin fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×