Lífið

Lífið mælir með...

Roller Derby Ísland
Roller Derby Ísland
Roller derby á Íslandi og Reykjavíkurborg blása til viðburðarins Skautum inn í sumarið á laugardaginn í Nauthólsvík.

Þeir sem eiga hjólaskauta geta mætt fyrir framan kaffi Nauthól klukkan 15.30 og síðan er lagt af stað meðfram sjónum klukkan 16.00.

Skautaævintýrið endar síðan fyrir framan Hörpu þar sem hljómsveitin White Signal heldur uppi góðu stuði.

Ólaf Örn Ólafsson, þjónn, dómari, Master Chvef
Götumarkaðurinn KRÁS verður haldinn í fyrsta sinn á laugardaginn á milli 13.00 og 18.00.

Markaðurinn er haldinn í Fógetagarðinum og að sögn eins af skipuleggjendunum, Ólafs Arnar Ólafssonar, verða tólf veitingastaðir á staðnum sem bjóða upp á svokallaða götuútgáfu af sínum réttum.

Stefnt er að því að halda slíka markaði á hverjum laugardegi út sumarið.

Druslugangan varningur
Druslugangan er haldin í fjórða sinn á laugardaginn og hefst gangan stundvíslega klukkan 14.00.

Gengið verður frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endað á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.

Stefnt er að því að Druslugangan verði stærri en áður í ár en hún stuðlar að því að samfélagið rísi upp gegn kynferðisofbeldi og standi upp fyrir þolendum þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×