Lífið

Lífið breytt á Laugavegi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Bragi er með Ranimosk opna frá 13 til 18 í dag en þá skellir hann endanlega í lás.
Bragi er með Ranimosk opna frá 13 til 18 í dag en þá skellir hann endanlega í lás. Fréttablaðið/Ernir
„Síðasti dagur búðarinnar er runninn upp. Lífið á Laugaveginum hefur breyst mikið síðustu þrjú ár. Hér sjást ekki lengur Íslendingar og ferðamennirnir sem flæða yfir versla ekki neitt, þeir setja peninginn í rútuferðir, gistingu og hvalaskoðun,“ segir Bragi Halldórsson kaupmaður, sem er að loka versluninni Ranimosk.

Hann hefur rekið hana frá árinu 2002 ásamt Maríu Pétursdóttur, fyrst á Klapparstígnum en síðustu sex árin á Laugaveginum.

Bragi telur tvær verslanir á Laugaveginum loka eða flytja mánuð hvern að jafnaði.

„Flestir vilja flytja en þeir vita bara ekki hvert. Þessar litlu búðir passa best hér. Ég veit ekki hvar svona lítil, skrítin búð eins og okkar ætti að vera. Það versta er að leigan í hliðargötum miðborgarinnar er jafnhá og á Laugaveginum.“

Bragi segir þau Maríu vera aftur á byrjunarreit.

„Ég fer með mínar vörur, handgerð póstkort, skissubækur og fleira, í sölu annars staðar og María verður með sitt silkiþrykk á boli, töskur og púða í vinnustofu í bílskúrnum á Huldubraut 1 í Kópavogi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×