Innlent

Lífeyrissjóðirnir tapa 6-8 milljörðum á þroti Byrs

Lífeyrissjóðirnir tapa sex til átta milljörðum króna á þroti Byrs sparisjóðs. Erlendir kröfuhafar höfnuðu tilboði ríkisins um fjárhagslega endurskipulagningu Sparisjóðsins í Keflavík og Byrs í tvígang. Stofnfjáreigendur tapa öllu sínu og ríkið verður eigandi sjóðanna.

Ríkið yfirtók Sparisjóðinn í Keflavík og Byr í dag og lagði þeim til um 1,7 milljarða króna í eiginfjárframlag. Fjármálaeftirlitið flutti eignir og innlán sparisjóðanna í ný fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins. Um er að ræða sambærilega aðgerð og þegar ríkið yfirtók viðskiptabankana þrjá haustið 2008, þó herslumunur sé á.

Niðurstaðan varð þessi eftir að erlendir kröfuhafar sparisjóðanna höfnuðu tilboði um fjárhagslega endurskipulagningu þeirra.

Yfirtaka ríksins á sparisjóðunum þýðir að stofnfjáreigendur tapa öllu sínu. „Þeir eru því miður búnir að tapa öllu í þessum tveimur sparisjóðum og munu fyrirsjáanlega tapa mestu af sínu í flestum þessara smærri sparisjóða," segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.

Staðan er sérstaklega slæm fyrir þá stofnfjáreigendur sem tekið hafa lán í tengslum við stofnfjáraukningu sparisjóðanna.

En þrot Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík er áfall fyrir fleiri en stofnfjáreigendur. Í tilfelli Byr eiga innlendir kröfuhafar mikilla hagsmuna að gæta, en kröfur þeirra nema um 15 milljörðum króna. Talið er að lífeyrissjóðirnir tapi á bilinu 6 til 8 milljörðum króna á þroti Byrs, en sú leið sem var farin í gærkvöldi var talsvert áfall fyrir lífeyrissjóðina, sem töldu hagsmunum sínum betur borgið með fjárhagslegri endurskipulagningu.

Lífeyrissjóðirnir sem tapa mest á þroti Byrs eru LSR og Gildi lífeyrissjóður.










Tengdar fréttir

Stofnfjáreigendur missa allt sitt í Byr og Spkef

Fjármálaeftirlitið hefur tekið yfir starfsemi Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík (Spkef) og eru þeir nú að fullu í eigu ríkisins. Stofnfjáreigendur missa allt sitt.

Samband íslenskra sparisjóða segir óvissu lokið

„Með þessum atburðum lýkur þeirri óvissu sem hefur ríkt um einstaka sparisjóði og sparisjóðanetið alveg frá bankahruninu í október 2008," segir í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sparisjóða um fréttirnar af Byr og Spkef.

Kauphöllin lokar á BYR og Spkef í viðskiptakerfi sínu

Kauphöllin hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið fyrir aðgang Byr sparisjóðs (Kauphallarauðkenni: BYR) og Byr verðbréfa (Kauphallarauðkenni: BYRV) að viðskiptakerfi Kauphallarinnar, með vísan til yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á rekstri Byrs.

Starfsemi útibúa Byrs og SpKef óbreytt í dag

Ríkið hefur tekið yfir rekstur Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs-sparisjóðs. Þetta var staðfest í tilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá að ganga hálfeitt í nótt en fyrr um kvöldið hafði Vísir greint frá fyrirætlunum ríkisins.

Ríkið leggur Byr og Spkef til samtals 1,7 milljarð

Eiginfjárframlag ríkisins inn Byr og Sparisjóði Keflavíkur (Spkef) nemur samtals rúmum 1,7 milljörðum kr. Í hvorn sparisjóð nemur framlagið 5 milljónum evra, eða um 860 milljónum króna. Bankasýsla ríkisins muni síðan taka ákvörðun um framtíðar fjármögnun sparisjóðanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×