Innlent

Lífeyrissjóðir, bankasala og fátækt í Víglínunni

Málefni lífeyrissjóðanna, fátækt, sala á bönkunum og fleira verða til umræðu í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.

Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í vikunni að lífeyrissjóðirnir væru orðnir of umfangsmiklir í íslensku atvinnulífi. Þeir ættu um 3.500 milljarða og um 40 prósent allra skráðra hlutabréfa í landinu. Tl að ræða þau mál með honum kemur Þórey S. Þórðardóttir í þáttinn.

Nichole Leigh Musty þingmaður Bjartrar framtíðar blendin viðbrögð þegar hún vogaði sér að blanda sér í umræðuna um fátækt á Íslandi. Hún kemur í Víglínuna ásamt Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna og Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar til að ræða þau mál og önnur. En þau þrjú sitja einnig öll í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Þar var salan á 29 prósenta hlut í Arion banka tekin fyrir á fundi í gær þegar nefndin fékk aðstoðarforstjóra og tvo lögmenn Fjármálaeftirlitsins á sinn fund.

Hægt verður að horfa á Víglínuna í beinni útsendingu hér á Vísi kl 12:20




Fleiri fréttir

Sjá meira


×