Erlent

Lifði af snjóflóð á Ítalíu: Borðaði snjó til að halda sér á lífi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björgunarsveitirnar vonast til þess að enn séu einhverjir á lífi í rústum hótelsins.
Björgunarsveitirnar vonast til þess að enn séu einhverjir á lífi í rústum hótelsins. Vísir/EPA
Giorgia Galassi, ein af þeim sem lifði af snjófljóð sem féll á hótel sem hún var stödd á, á Ítalíu á miðvikudag hefur sagt frá því hvernig hún borðaði snjó og ís til þess að lifa af.

Flóðið féll á hótelið fyrr í vikunni vegna jarðskjálfta sem varð á svæðinu en fram hefur komið að 22 hótelgestir og sjö starfsmenn hafi verið á Rigapiano-hótelinu en þak hótelsins hrundi þegar snjóflóðið skall á húsinu.

Sjá einnig: Margir látnir eftir að snjóflóð féll á hótel á Ítalíu

Björgunarsveitir áttu erfitt með að komast á vettvang vegna slæmra veðurskilyrða og standa björgunaraðgerðir enn yfir. Níu manns hafa fundist á lífi í rústunum og eru björgunarsveitirnar vongóðar um að finna fleiri á lífi.

Giorgina sat í anddyri hótelsins þegar snjóflóðið skall á og lýsir hún aðstæðum þannig að það hafi verið líkt og hún hafi verið í helli eftir að snjófljóðið hafi skollið á húsinu.

„Það var niðamyrkur, ekkert hljóð heyrðist að utan og raddir okkar bergmáluðu.“

Þá lýsti Giorgina því hvernig hún bjargaði sér þar sem ekkert matarkyns var til staðar þar sem hún sat föst vegna snjóflóðsins. „Við höfðum ekkert að borða. það eina sem við borðuðum var snjór.“

Giorgina missti allt tímaskyn á meðan hún beið björgunar en hún sat föst í rústunum í 58 klukkustundir þar til henni var bjargað.

Jarðskjálftar hafa verið afar tíðir á Ítalíu undanfarna mánuði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×