Fótbolti

Lifði af flugslysið og gæti spilað aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neto (í græna búningnum) er hér í leik með Chapecoense.
Neto (í græna búningnum) er hér í leik með Chapecoense. vísir/afp
Einn af þeim sex sem lifðu af flugslysið í Kólumbíu gæti átt afturkvæmt inn á knattspyrnuvöllinn.

Helio Hermito Zampier Neto er 31 árs varnarmaður Chapecoense og einn af þeim sex sem lifðu af slysið sem varð 71 manni að bana.

Hann er í stöðugu ástandi eftir að hafa farið í aðgerð á lunga, hné og höfði. Faðir Neto er eðlilega himinlifandi með að sonur hans sé á lífi.

„Sonur minn er allur að braggast. Hann er búinn að fara í aðgerð og læknirinn segir að hann muni geta spilað fótbolta á nýjan leik,“ sagði faðirinn.

„Við munum halda áfram að biðja því við þurfum að fá hann af spítalanum og heim til sín.“

Markvörðurinn Jakson Ragnar Follmann missti hægri fótinn í slysinu en mun halda vinstri fætinum.


Tengdar fréttir

Talan 299 bjargaði lífi hans

Fótboltaheimurinn og öll brasilíska þjóðin stendur þétt við bak brasilíska félagins Chapecoense sem missti nítján leikmenn og allt þjálfarateymið í flugslysi í Kólumbíu.

Guð bjargaði syni mínum

Faðir markvarðar brasilíska liðsins Chapecoense segir það vera kraftaverk að sonur hans hafi lifað flugslysið í Kólumbíu af.

Ronaldinho hvattur til að spila með Chapecoense

Í dag hófst herferð á samfélagsmiðlum þar sem brasilíska goðsögnin Ronaldinho er hvattur til þess að ganga í raðir Chapocoense sem missti sína leikmenn í flugslysinu í Kólumbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×