Viðskipti innlent

Lifandi markaður gjaldþrota

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lifandi markaður var úrskurðaður gjaldþrota þann 4. júlí síðastliðinn.
Lifandi markaður var úrskurðaður gjaldþrota þann 4. júlí síðastliðinn.
Veitingastaðurinn og verslunin Lifandi markaður hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Vb.is greinir frá.

Eigendur fyrirtækisins óskuðu eftir gjaldþrotaskiptum en í Lögbirtingarblaðinu í dag kemur fram að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskuraði fyrirtækið gjaldþrota þann 4. júlí síðastliðinn.

Verslun og veitingastaðir Lifandi markaðar eru opin þrátt fyrir gjaldþrotaúrskurðinn, en fyrirtækið rekur þrjár verslanir og veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirtækið var í eigu Auðar I, sjóðs í rekstri Auðar Capital sem hefur sameinast Virðingu.

Tap Lifandi markaðar í síðasta ársreikningi, fyrir árið 2012, nam tæpum 44,5 milljónum króna. Árið 2011 nam tapið 47,3 milljónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×