Erlent

Liðsmenn ISIS drápu 116 manns í hefndaraðgerð

Atli Ísleifsson skrifar
Sýrlenski stjórnarherinn ræður nú yfir bænum Qaryatain.
Sýrlenski stjórnarherinn ræður nú yfir bænum Qaryatain. Vísir/AFP
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa drepið 116 manns hið minnsta í sýrlenska bænum al-Qaryatain í héraðinu Homs á um þriggja vikna tímabili.

Frá þessu greina mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights.

Um hefndaraðgerð virðist hafa verið að ræða vegna meints samstarfs fólksins við sýrlensk stjórnvöld. Áttu morðin sér stað vikurnar áður en sýrlenskar stjórnarhersveitir hröktu liðsmenn ISIS frá bænum.

Í frétt BBC segir að hinir látnu hafi ýmist verið skotnir eða stungnir til bana.

Qaryatain er í um 100 kílómetra fjarlægð vestur af borginni Palmyra sem ISIS-liðar náðu fyrst á sitt vald í ágúst 2015.

Mikið hefur fjarað undan hryðjuverkasamtökunum ISIS síðustu vikur og mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×