Erlent

Liðsmenn Farc segja vopnahlé ekki lengur í gildi

Atli Ísleifsson skrifar
Fulltrúar kólumbískra stjórnvalda og Farc hafa átt í viðræðum með hléum allt frá 2012 þar sem reynt er að binda enda á rúmlega hálfrar aldar ófrið.
Fulltrúar kólumbískra stjórnvalda og Farc hafa átt í viðræðum með hléum allt frá 2012 þar sem reynt er að binda enda á rúmlega hálfrar aldar ófrið. Vísir/AFP
Liðsmenn kólumbíska uppreisnarhópsins Farc segja einhliða vopnahlé sem tók gildi í desember síðastliðinn sé ekki lengur í gildi. Segja þeir ástæðuna vera árás stjórnarhersins á liðsmenn hópsins í gær þar sem 26 fórust.

Í frétt BBC segir að Juan Manuel Santos Kólumbíuforseti hafi beint þeim orðum til uppreisnarmanna Farc að hraða viðræðum sem eiga sér stað í kúbönsku höfuðborginni Havana.

Fulltrúar kólumbískra stjórnvalda og Farc hafa átt í viðræðum með hléum allt frá 2012 þar sem reynt er að binda enda á rúmlega hálfrar aldar ófrið.

Árás stjórnarhersins átti sér stað í Cauca-héraði í suðvesturhluta landsins og var sú mannskæðasta frá því að stjórnarherinn hóf loftárásir gegn uppreisnarmönnum á nýjan leik í síðasta mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×