Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa kinnbeinsbrotnaði á æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neil Taylor og Gylfi Þór Sigurðsson.
Neil Taylor og Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Swansea varð fyrir ófalli á æfingu í dag þegar bakvörðurinn Neil Taylor meiddist en hann er einn af leiðtogum liðsins.

Neil Taylor spilar sem vinstri bakvörður Swansea og hann er einni í velska landsliðinu.  Það er ljóst að liðið mátti alls ekki við að missa út einn af sínum bestu mönnum enda í slæmum málum í botnbaráttunni.

Taylor þarf að fara í aðgerð á andliti vegna meiðslanna en hann var fluttur beint á spítala eftir atvikið.

Sawnsea staðfestir það en segir ekki hversu lengi hann verður frá. Það þykir þó nokkuð víst að hann missi af leikjum liðsins á móti Arsenal, Liverpool og Southampton.

Neil Taylor hefur spilað 11 deildarleiki með Swansea á tímabilinu (af 20) og liðið hefur náð í 11 af 15 stigum sínum í þeim.

Swansea hefur ekki unnið leik án Taylor síðan í fyrstu umferðinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Burnley.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×