Enski boltinn

Liðsfélagi Gylfa einum sigri frá því að lyfta Asíubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ki Sung-Yueng skoraði fyrsta mark ensku deildarinnar á tímabilinu eftir stoðsendingu frá Gylfa.
Ki Sung-Yueng skoraði fyrsta mark ensku deildarinnar á tímabilinu eftir stoðsendingu frá Gylfa. Vísir/Getty
Ki Sung-Yueng, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea City, hefur ekkert verið með liðinu síðustu vikur en hann aftur á móti að gera góða hluti með landsliði Suður-Kóreu.

Ki Sung-Yueng er fyrirliði suður-kóreska landsliðsins sem tryggði sér í dag sæti í úrslitaleik Asíubikarsins. Hann getur orðið fyrsti fyrirliði Suður-Kóreu 55 ár sem lyfti Asíubikarnum sem suður-kóreska liðið vann síðast 1960.

Suður-Kórea vann þá 2-0 sigur á Írak í undanúrslitaleik Asíukeppninnar sem fer fram í Ástralíu. Lee Jung-hyup og Kim Young-gwon skoruðu mörk kóreska liðsins.  Ki Sung-Yueng stjórnaði spilinu á miðjunni en 95 prósent sendinga hans heppnuðust.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1988 sem Suður-Kórea kemst í úrslitsleik Asíubikarsins sem fer fram á fjögurra ára fresti. Suður-Kóreumenn hafa unnið brons í síðustu tveimur Asíukeppnum.

Suður-Kórea mætir annaðhvort Ástralíu eða Sameinuðu arabísku furstadæmunum í úrslitaleiknum á laugardaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×