Enski boltinn

Lichtsteiner sá fyrsti sem Emery fær til Arsenal?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lichtsteiner fagnar titlinum á nýafstöðnu tímabili.
Lichtsteiner fagnar titlinum á nýafstöðnu tímabili. vísir/getty
Arsenal er í viðræðum við hægri bakvörðinn Stephan Lichtsteiner um að ganga í raðir liðsins í sumar en þetta herma heimildir Sky Sports.

Lichtsteiner hefur leikið með Juventus undanfarin ár en nú er samningur hans á enda og hugsar hann sér til hreyfings í sumar.

Unai Emery, nýráðinn stjóri Arsenal, er sagður mikill aðdáandi Lichtsteiner og gæti hann orðið fyrsti leikmaðurinn sem Emery fær til Arsenal.

Lichtsteiner er bakvörður sem hefur spilað yfir hundrað landsleiki fyrir Sviss en hann er fyrirliði landsliðsins og verður í eldlínunni á HM í sumar.

Á tíma sínum hjá Juventus hefur hann unnið deildina fjórum sinnum, bikarinn þrisvar og Super Cup þrisvar en hann gekk í raðir Juventus frá Lazio árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×