Innlent

Leyfi séra Ólafs framlengt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Séra Ólafur Jóhannsson er sóknarprestur í Grensáskirkju.
Séra Ólafur Jóhannsson er sóknarprestur í Grensáskirkju. Vísir/Gva
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur ákveðið að framlengja leyfi séra Ólafs Jóhannsson, sóknarprests í Grensáskirkju, en leyfinu átti að ljúka í þessari viku.

Í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar segir að biskup hafi ákveðið að framlengja leyfi Ólafs ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embætti biskups.

„Biskup mun leitast við að vinna málið vandlega og gæta að réttindum allra hlutaðeigandi í þeirri vinnu,“ segir á vef Þjóðkirkjunnar.

Fimm konur kærðu séra Ólaf til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar á haustmánuðum en biskup sendi hann fyrst í leyfi vegna málanna í maí í fyrra.

Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunnar féllst á að séra Ólafur hefði brotið af sér í starfi með kynferðislegri áreitni í garð tveggja kvenna. Biskupi var falið að ákveða refsingu séra Ólafs.


Tengdar fréttir

Leyfi séra Ólafs lýkur í vikunni

Frestur til að áfrýja úrskurðum úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar í málunum fimm gegn Ólafi Jóhannssyni, sóknarpresti í Grensáskirkju, rennur út í dag.

Vissi af máli árið 2014 en gerði ekkert

Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vissi árið 2014 af atviki milli séra Ólafs Jóhannssonar og prests í Reykjavíkurprófastsdæmi. Hins vegar varð það ekki tilefni til rannsóknar á þeim tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×