Formúla 1

Lewis Hamilton á ráspól í Mónakó

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Hamilton var óstöðvandi í dag.
Hamilton var óstöðvandi í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fyrsta ráspól í Mónakó. Liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar en átti ekkis var. Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.

Tímatakan í Mónakó er ein sú allra mikilvægasta á tímabilinu. Það er afar erfitt að taka fram úr á brautinni og lítið svigrúm til að beita keppnisáætlun til að komast fram úr.

Í fyrstu lotu tímatökunnar börðust Mercedes menn á toppnum og Red Bull og Toro Rosso þar fyrir aftan. Marussia mennirnir duttu út ásamt Sauber mönnunum og Valtteri Bottas á Williams, sem kom talsvert á óvart.

Red Bull og systurliðið Toro Rosso náðu að raða sér í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta sæti í fyrstu lotunni.

Önnur lotan hófst á því að Fernando Alonso á McLaren hætti þátttöku, líklega enn ein bilunin í bíl Spánverjans sem drap á sér.

McLaren mennirnir duttu út í annarri lotu ásamt Felipe Massa á Williams, Nico Hulkenberg á Force India og Romain Grosjean á Lotus.

Maldonado kom Lotus bílnum loksins í þriðju lotu. Kannski hann nái í sín fyrstu stig í ár á morgun.Vísir/Getty
Liðsfélagi Grosjean, Pastor Maldonado komst í þriðju lotuna í fyrsta skipti á tímabilinu.

Hamilton passaði sig að vera á undan Rosberg af stað í þriðju lotuna. Hann vildi forðast endurtekið efni frá því í fyrra.

Rosberg læsti dekkjunum á leið inn í fyrstu beygju á síðasta tímatökuhringnum sem átti að vera sá hraðasti. Eftir það var ekki möguleiki fyrir Rosberg að reyna við ráspól.

Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á morgun á Stöð 2 Sport.

Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort af brautinni í Mónakó með öllum helstu upplýsingum um keppnina.


Tengdar fréttir

Hamilton: Ég á meira inni

Lewis Hamilton sýndi hvað hann getur á seinni æfingu gærdagsins. Hann var 0,7 sekúndum á undan liðsfélaga sínum hjá Mercedes, Nico Rosberg.

Hamilton finnst ótrúlegt að geta náð Senna

Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 segir það ótrúlega tilfinningu að nálgast þá mögnuðu tölfræði sem Ayrton Senna náði á sínum ferli.

Bílskúrinn: Baráttan í Barselóna

Nico Rosberg vann loksins keppni á tímabilinu. Hann hefur þá minnkað muninn í Lewis Hamilton niður í 20 stig. Liðsfélagarnir hjá Mercedes virðast ætla að berjast af hörku en sanngirni í ár, að minnsta kosti hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×