MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR NÝJAST 11:37

Óskarsverđlaunahafi fordćmdi „ómannúđlegt“ ferđabann Trump

FRÉTTIR

Lewandowski opinn fyrir ţví ađ vera áfram hjá Bayern München

 
Fótbolti
09:05 17. FEBRÚAR 2016
Lewandowski er markahćstur í ţýsku deildinni međ 21 mark.
Lewandowski er markahćstur í ţýsku deildinni međ 21 mark. VÍSIR/GETTY
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Robert Lewandowski segist opinn fyrir því að skrifa undir nýjan samning við Bayern München.

Pólski framherjinn hefur m.a. verið orðaður við Real Madrid í vetur og hann segist vera meðvitaður um áhuga annarra liða á honum. En þrátt fyrir það segir Lewandowski allt eins líklegt að hann verði áfram á Allianz Arena en núgildandi samningur hans rennur út árið 2019.

„Ég veit af áhuga erlendis frá en ég get vel hugsað mér að skrifa undir nýjan samning hér því við erum með frábært lið,“ sagði Lewandowski sem hefur skorað 31 mark í 30 leikjum á tímabilinu.

Í desember síðastliðnum framlengdu lykilmennirnir Thomas Müller, Javi Martínez, Jerome Boateng og Xabi Alonso samninga sína við Bayern sem Lewandowski kveðst ánægður með.

„Félagið er að búa sig undir framtíðina. Nýju samningarnir við Boateng og Müller sýna að Bayern getur haldið sínum bestu leikmönnum þrátt fyrir alla peningana í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Lewandowski sem kom til Bayern frá Borussia Dortmund sumarið 2014.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Lewandowski opinn fyrir ţví ađ vera áfram hjá Bayern München
Fara efst