FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ NÝJAST 23:36

1.700 foringjar í tyrkneska hernum leystir frá störfum

FRÉTTIR

Lewandowski hetja Bayern annan leikinn í röđ

 
Fótbolti
19:30 31. JANÚAR 2016
Robert Lewandowski fagnar hér öđru marki sínu í dag.
Robert Lewandowski fagnar hér öđru marki sínu í dag. VÍSIR/GETTY
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Robert Lewandowski, framherji Bayern Munchen, skoraði bæði mörk Bayern Munchen í 2-0 sigri á Hoffenheim í lokaleik 19. umferðar í þýsku deildinni í fótbolta í dag. Með sigrinum heldur Bayern átta stiga forskoti á Dortmund á toppi deildarinnar.

Dortmund lenti í töluverðum vandræðum gegn Ingolstadt í gær en náði að taka stigin þrjú og um leið setja pressu á lærisveina Pep Guardiola fyrir leikinn gegn liði Hoffenheim sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni.

Lewandowski sem var hetja Bayern í fyrsta leiknum eftir vetrarfrí var ekki lengi að stimpla sig inn á heimavellinum á nýju ári en hann kom Bayern yfir á 32. mínútu leiksins eftir góðan undirbúning frá Douglas Costa.

Lewandowski bætti við öðru marki sínu um miðbik seinni hálfleiks eftir sendingu frá fyrirliðanum Philipp Lahm og lauk leiknum með 2-0 sigri Bayern Munchen.

Fyrr í dag tók Wolfsburg á móti Köln á heimavelli og þurftu liðin að sætta sig við 1-1 jafntefli. Missti Wolfsburg af góðu tækifæri til að nálgast næstu lið í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Julian Draxler kom Wolfsburg yfir með glæsilegu marki í upphafi seinni hálfleiks en Anthony Modeste nýtti sér sofandihátt í vörn Wolfsburg og jafnaði metin korteri fyrir leikslok.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Lewandowski hetja Bayern annan leikinn í röđ
Fara efst