LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR NÝJAST 09:00

Ţjónusta á forsendum ţolenda ofbeldis

FRÉTTIR

Lewandowski afgreiddi Hamburg

 
Fótbolti
21:54 22. JANÚAR 2016
Lewandowski afgreiddi Hamburg
VÍSIR/GETTY

Þýskalandsmeistarar Bayern München hófu seinni hluta tímabilsins með sigri í kvöld, en þeir lögðu Hamburg SV á útivelli, 2-1.

Þýska 1. deildin fór aftur af stað í kvöld eftir vetrarfrí og var leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD, en þýski boltinn er kominn yfir til 365.

Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur verið í miklum ham í vetur og skoraði hann fyrsta markið úr vítaspyrnu á 37. mínútu úr víti, 1-0.

Xabi Alonso varð fyrir því óláni að jafna metin fyrir heimamenn í Hamburg þegar hann skoraði sjálfsmark á 53. mínútu, en Lewandowski kom meisturunum til bjargar.

Pólski framherjinn skoraði sigurmarkið á 61. mínútu eftir undirbúning Thomas Müller, 2-1. Markið var hans 16. á leiktíðinni í deildinni.

Bayern vann þar með sinn þriðja leik í röð í deildinni og er með ellefu stiga forskot á Dortmund sem mætir Mönchengladbach í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á morgun.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Lewandowski afgreiddi Hamburg
Fara efst