Erlent

Leung hótar fleiri handtökum

Guðsteinn Bjarnason skrifar
„Kæra lögregla, ekki beita ofbeldi. Lýðræði er gott,“ stendur á sólhlífinni sem mótmælendur hafa skrifað á.
„Kæra lögregla, ekki beita ofbeldi. Lýðræði er gott,“ stendur á sólhlífinni sem mótmælendur hafa skrifað á. fréttablaðið/AP
Ráðamenn í Hong Kong segja nú að „erlend öfl“ búi að baki mótmælum námsmanna sem staðið hafa yfir vikum saman. Námsmennirnir segja það tóma dellu.

Leung Chun-ying, héraðsstjóri í Hong Kong, hélt þessu fram í gær, en í dag er stefnt að því að ráðamenn í Hong Kong eigi fund með leiðtogum mótmælenda.

„Ef hann kemur með þessar ásakanir, þá vonum við að hann komi einnig með sannanir,“ segir Alex Chow, framkvæmdastjóri námsmannasambands Hong Kong. „En hann ætti ekki bara að vera með fullyrðingar um að erlend öfl séu að að blanda sér í málin án þess að hafa sönnunargögn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×