Erlent

Létu umsækjendur um starfsnám í kjarnorkuveri taka þátt í bikíníkeppni

Atli Ísleifsson skrifar
Kjarnorkuverið í Temelin er það stærsta í Tékklandi.
Kjarnorkuverið í Temelin er það stærsta í Tékklandi. Vísir/Getty
Stjórnendur kjarnorkuvers í Tékklandi hafa beðist afsökunar á að hafa látið umsækjendur um stöður starfsnema sitja fyrir í bikíní og birta myndirnar á Facebook þar sem almenningur gat kosið milli umsækjenda.

Þýska blaðið Deutsche Welle segir frá því að alls hafi tíu nýútskrifaðar menntaskólastúlkur keppt um ráðningu í tveggja vikna starfsnám í kjarnorkuverinu sem er í borginni Temelin og er það stærsta í landinu.

Stjórnendur báðust afsökunar eftir að mikil reiði blossaði upp í landinu vegna uppátækisins.

Í afsökunarbeiðninni var tekið fram að umsækjendur hafi haft gaman af myndatökunni og var henni líkt við fyrri „menningarviðburði“ við kjarnorkuverkið, meðal annars tónleika Bæheimsku fílharmóníusveitarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×