Fótbolti

Lét Alfreð sig falla eða átti hann að fá vítaspyrnu? | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Finnbogason fékk aukaspyrnu á 72. mínútu í leik Augsburg gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í dag en upp úr aukaspyrnunni kom sigurmark leiksins.

Við fyrstu sýn er ekki að sjá mikla snertingu í brotinu og virðist Alfreð einfaldlega fella sig sjálfan með því að sparka í eigin fót.

Þegar atvikið er skoðað betur sést að miðvörður Werder Bremen stígur á hæl Alfreðs innan vítateigsins og hefði því verið rétt að dæma vítaspyrnu í stað aukaspyrnu.

Sjá einnig:Aron á skotskónum en Alfreð hafði betur í Íslendingaslagnum

Það kom ekki að sök því gríski bakvörðurinn Konstantinos Stafylidis skoraði úr aukaspyrnunni sigurmark leiksins sem tryggði Augsburg fyrsta sigur vetrarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×