Innlent

Lestur á Fréttatímanum dregst saman

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Lestur Fréttatímans og Fréttablaðsins dregst mismikið saman.
Lestur Fréttatímans og Fréttablaðsins dregst mismikið saman. Vísir/Valli
 Lestur á Fréttatímanum fór úr 40,6 prósentum í 36,2 á milli ára á meðal einstaklinga á aldrinum 12 til 80 ára um allt land. Það gerir um 10,7 prósent minni lestur.

Þetta kemur fram í Prentmiðlamælingu Gallup frá janúar til mars á þessu ári og er borið saman við sama tímabil í fyrra.

Á sama tímabili, í sama markhópi, minnkaði lestur Fréttablaðsins um 5,6 prósent, úr 51,5 prósentum í 48,7.

Fréttatíminn fór úr 46,3 prósentum í 39,7 prósent á sama tímabili á meðal einstaklinga á aldrinum 18 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Það gerir 14,2 prósenta minni lestur.

Á sama tímabili, í sama markhópi, minnkaði lestur Fréttablaðsins um þrjú prósent, úr 53,7 prósent í 52,2.

Fréttatíminn tók talsvert stökk upp á við í lestri frá þriðja ársfjórðungi 2014 til fyrsta ársfjórðungs 2015. Það stökk hefur nú nánast alveg gengið til baka í aldurshópnum 12 til 80 ára og hafði gert það fyrr í yngri aldurshópnum.

 

 Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4.maí




Fleiri fréttir

Sjá meira


×