Innlent

Lestu skýrslu Matvælastofnunar um velferð gyltna á Íslandi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Lesendur Vísis geta skoðað skýrsluna í heild sinni, þar sem þessar myndir er að finna.
Lesendur Vísis geta skoðað skýrsluna í heild sinni, þar sem þessar myndir er að finna. Mynd/Matvælastofnun
Ekkert af þeim svínabúum sem Matvælastofnun kannaði frá júní og til með september 2014 uppfyllti kröfur um lágmarksstærð bása. Þá var að finna bógsár á gyltunum á öllum búunum.

Sjá einnig: Ekki sjálfgefið að neytendur fái að sjá aðbúnað svína

RÚV greindi fyrst frá skýrslunni en myndir sem í henni birtast hafa vakið óhug og gagnrýni á svínabú landsins.

Myndirnar gefa þó ekki heildarmynd af ástandinu og segir í skýrslunni sjálfri að þær lýsi hverju atviki eða aðstöðu fyrir sig en gefa ekki heildarmynd á aðbúnaði á viðkomandi búi.

Fréttastofa ræddi við eiganda og ræktanda á einu svínabúanna, sem gegnst við því að myndir af búi sínu séu í skýrslunni en hann telur myndirnar ekki setja bú sitt í slæmt ljós. Myndirnar sýni meðal annars lausagöngu svína.

Lesendur Vísis geta skoðað skýrsluna í heild sinni hér.

Mynd/Matvælastofnun
Mynd/Matvælastofnun

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×