MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 18:00

Stemmningin á Sónar Reykjavík

LÍFIĐ

Lestu bikarblađ Grindvíkinga

 
Körfubolti
14:00 12. FEBRÚAR 2016
Petrúnella Skúladóttir skorađi 17 stig og tók 10 fráköst í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Petrúnella Skúladóttir skorađi 17 stig og tók 10 fráköst í bikarúrslitaleiknum í fyrra. VÍSIR/ŢÓRDÍS
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Grindavík og Snæfell mætast í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta á morgun.

Grindvíkingar eiga titil að verja en liðið varð bikarmeistari í annað sinn í sögu félagsins eftir sjö stiga sigur, 68-61, á Keflavík í fyrra.

Þetta er í sjötta sinn sem Grindavík kemst í úrslit bikarkeppninnar en liðið hefur unnið tvo úrslitaleiki og tapað þremur. Mótherjarnir, Snæfell, hafa hins vegar tapað báðum bikarúrslitaleikjunum sem liðið hefur komist í.

Í tilefni af bikarúrslitaleiknum hefur Grindavík gefið út sérstakt bikarblað. Þar má m.a. finna viðtöl við þjálfara Grindavíkur, Daníel Guðmundsson, og pistil frá bæjarstjóranum í Grindavík, Róberti Ragnarssyni.

Bikarblað Grindavíkur má lesa með því að smella hér.

Bikarúrslitaleikur Grindavíkur og Snæfells hefst klukkan 14:00 á morgun. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Lestu bikarblađ Grindvíkinga
Fara efst