SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 01:06

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öđru sćtinu

SPORT

Lestu bikarblađ Grindvíkinga

 
Körfubolti
14:00 12. FEBRÚAR 2016
Petrúnella Skúladóttir skorađi 17 stig og tók 10 fráköst í bikarúrslitaleiknum í fyrra.
Petrúnella Skúladóttir skorađi 17 stig og tók 10 fráköst í bikarúrslitaleiknum í fyrra. VÍSIR/ŢÓRDÍS
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Grindavík og Snæfell mætast í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í körfubolta á morgun.

Grindvíkingar eiga titil að verja en liðið varð bikarmeistari í annað sinn í sögu félagsins eftir sjö stiga sigur, 68-61, á Keflavík í fyrra.

Þetta er í sjötta sinn sem Grindavík kemst í úrslit bikarkeppninnar en liðið hefur unnið tvo úrslitaleiki og tapað þremur. Mótherjarnir, Snæfell, hafa hins vegar tapað báðum bikarúrslitaleikjunum sem liðið hefur komist í.

Í tilefni af bikarúrslitaleiknum hefur Grindavík gefið út sérstakt bikarblað. Þar má m.a. finna viðtöl við þjálfara Grindavíkur, Daníel Guðmundsson, og pistil frá bæjarstjóranum í Grindavík, Róberti Ragnarssyni.

Bikarblað Grindavíkur má lesa með því að smella hér.

Bikarúrslitaleikur Grindavíkur og Snæfells hefst klukkan 14:00 á morgun. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Lestu bikarblađ Grindvíkinga
Fara efst