Erlent

Lestarumferðarstjórinn í símaleik – ellefu létust

Þorgeir Helgason skrifar
Ellefu manns létust í lestarslysi í Bæjarlandi þann 9. febrúar í ár.
Ellefu manns létust í lestarslysi í Bæjarlandi þann 9. febrúar í ár. Vísir/EPA
Lestarumferðarstjórinn sem grunaður er um að hafa valdið alvarlegu lestarslysi, rétt utan við þýska bæinn Bad Aibling í Bæjaralandi, var í símaleik þegar áreksturinn átti sér stað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu þýskra yfirvalda til fjölmiðilsins AP.

Þann 9. febrúar í ár skullu tvær farþegalestir saman. Áreksturinn varð vegna þess að lestirnar óku á sama sporinu, mót hvor annarri. Í slysinu létust ellefu manns og 80 særðust.

Þegar lestarumferðarstjórinn áttaði sig á þeim mistökum, að hafa beint lestunum á sama sporið, reyndi hann að ná sambandi við lestirnar en hringdi í rangt númer. Tókst honum því ekki að vara lestarstjórana við árekstrinum.

Maðurinn var handtekinn síðasta þriðjudag samkvæmt þýskum yfirvöldum. Maðurinn er ákærður fyrir manndráp og verður málið tekið fyrir í dómstól í Rosenheim.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×