Erlent

Lestarstöð í Lundúnum rýmd vegna sprengjuhótunar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fjölmargir lögreglumenn voru sendir á vettvang í morgun.
Fjölmargir lögreglumenn voru sendir á vettvang í morgun. BBC
Charing Cross-lestarstöðin í Lundúnum var rýmd í morgun vegna manns sem sagðist vera með sprengju í fórum sínum.

Lögreglu barst tilkynning um manninn klukkan 06:35 að staðartíma. Vopnaðir lögreglumen voru sendir á vettvang og handtóku þeir manninn án þess að nokkur slasaðist.

Nokkur röskun varð á lestarferðum meðan á aðgerðunum stóð en að sögn breska ríkisútvarpsins eru lestirnar komnar aftur á hefðbundna áætlun.

Charing Cross-lestarstöðin er þó ennþá lokuð, en hún er ein fjölfarnasta lestarstöð borgarinnar. Lögreglumenn og starfsmenn stöðvarinnar vinna nú hörðum höndum að því að opna hana aftur.

Vitni segja að aðgerðir lögreglunnar hafi verið umfangsmiklar og að fjöldi vopnaðara lögreglumanna hafi verið sendir á vettvang. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað vakti fyrir manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×