Erlent

Lestarstjórinn kvalinn

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Ár er liðið frá lestarslysinu mikla á Spáni og var þess minnst í Santiago de Compostela í gær.
Ár er liðið frá lestarslysinu mikla á Spáni og var þess minnst í Santiago de Compostela í gær. afp/nordicphotos
Þess var minnst í gær í spænsku borginni Santiago de Compostela að ár er liðið frá lestarslysinu mikla þar sem 79 farþegar létust.

Lestin fór af sporinu þegar henni var ekið á 179 kílómetra hraða á klukkustund, en það er helmingi meiri hraði en leyfilegur er við þessar aðstæður. Lestarstjórinn, Francisco José Garzón Amo, lifði slysið af með skrámur einar og er hann sá eini sem ákærður er.

Hann sendi skilaboð og samúðarkveðjur í gær til aðstandenda þar sem hann sagðist biðjast velvirðingar af sínum veika mætti, enda hefði hann hefði ekki á sér heilum tekið einn einasta dag frá því slysið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×