LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 13:15

Vettel: Ég held ađ ráspóllinn hafi veriđ utan seilingar

SPORT

Lestarslysiđ í Bćjaralandi: Tíu manns látnir og sautján alvarlega slasađir

 
Erlent
17:27 09. FEBRÚAR 2016
Lestirnar skullu á hvor ađra milli Bad Aibling og Rosenheim.
Lestirnar skullu á hvor ađra milli Bad Aibling og Rosenheim. VÍSIR/AFP

Að minnsta kosti tíu eru nú látnir eftir að tvær farþegalestir skullu saman í Bæjaralandi í Þýskalandi í morgun.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum eru minnst sautján alvarlega slasaðir og 63 með minniháttar meiðsl.

Meðal hinna látnu eru lestarstjórar beggja lestanna og tveir öryggisverðir.

Ekki er vitað hvað olli því að lestirnar tvær skullu saman en ekki er talið að lestirnar hafi verið á mikilli ferð.

Lestirnar skullu hvor á aðra milli bæjanna Bad Aibling og Rosenheim, suðaustur af München.

Slysið varð á skógi vöxnu svæði sem hefur reynst björgunarmönnum erfitt yfirferðar.

Hundruð björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðunum og hafa bílar, bátar og þyrlur verið notaðar við björgunarstörf.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Lestarslysiđ í Bćjaralandi: Tíu manns látnir og sautján alvarlega slasađir
Fara efst