Erlent

Lést við að skjóta flugeldi af höfði sínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Hinn 22 ára gamli Devon Staples hafði setið að drykkju með vinum sínum í Maine í Bandaríkjunum aðfararnótt sunnudagsins. Þeir vinirnir voru að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí, og höfðu þeir einnig skotið flugeldum á loft.

Staples fékk þá hugmynd að reyna að skjóta flugeldi á loft af höfði sínu. Vinir hans reyndu að koma í veg fyrir það, en hann reyndi það samt og lést samstundis þegar flugeldurinn sprakk. Samkvæmt AP fréttaveitunni er þetta fyrsta dauðfallið í Maine sem rekja má til flugelda, frá því að flugeldar voru gerðir löglegir árið 2012.

Bróðir Devon segist hafa verið á svæðinu og að hann hafi verið fyrstur til að koma að líki bróður síns. Hann segir að bróðir sinn hafi ekki lagt í vana sinn að gera heimskulega hluti. Frekar myndi hann þykjast gera þá til þess að fá fólk til að hlæja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×