Erlent

Lést í snjóflóði í skosku hálöndunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Slæmt veður hefur verið í skosku hálöndunum síðustu vikur.
Slæmt veður hefur verið í skosku hálöndunum síðustu vikur. Vísir/Getty
Fjallgöngumaður sem leitað hafði verið að síðan á föstudag fannst látinn í gær í skosku hálöndunum eftir að snjóflóð féll á hann.

Maðurinn hafði farið ásamt félaga sínum í göngu á Torridon-svæðinu í hálöndunum. Björgunarsveitarmenn fundu annan manninn í gær á gangi þar sem hann var að leita að aðstoð fyrir göngufélaga sinn, en þeir lentu báðir í flóðinu.

Skoska lögreglan segir að báðir mennirnir hafi verið vanir fjallgöngum og hafi verið vel búnir. Hins vegar hefur veður í hálöndunum verið afar slæmt seinustu vikur með mikilli ofankomu og roki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×