SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 04:23

Sunna Rannveig međ sigur í hörđum bardaga

SPORT

Lést er bíll hans fór í höfnina í Ólafsvík

 
Innlent
09:30 18. FEBRÚAR 2016
Mađurinn virđist hafa misst stjórn á bílnum međ ţeim afleiđingum ađ bíllinn fór yfir bryggjukantinn og hafnađi á hvolfi í höfninni.
Mađurinn virđist hafa misst stjórn á bílnum međ ţeim afleiđingum ađ bíllinn fór yfir bryggjukantinn og hafnađi á hvolfi í höfninni.

Maður á níræðisaldri lést er bíll hans fór í höfnina í Ólafsvík síðdegis í gær.  Í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi kemur fram að maðurinn, sem var einn í bílnum, kom akandi niður á bryggjuna og virðist síðan hafa misst stjórn á honum, með þeim afleiðingum að bíllinn fór yfir bryggjukantinn og hafnaði á hvolfi í höfninni. 

Lífgunartilraunir hófust strax er búið var að ná bílnum upp úr höfninni en þær báru ekki árangur.  Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vesturlandi.

Atvikið átti sér stað skömmu eftir klukkan fimm í gær. Kafaradeild sérsveitar lögreglunnar var kölluð út en snúið við stuttu seinna. Lögregla, slökkvilið, björgunarsveitarmenn og sjúkraflutningamenn voru sendir á vettvang.


Deila

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Lést er bíll hans fór í höfnina í Ólafsvík
Fara efst