Erlent

Lést eftir að hafa fengið sogblett

Samúel Karl Ólason skrifar
Sogblettir eru greinilega ekki hættulausir.
Sogblettir eru greinilega ekki hættulausir. Vísir/Getty
Sautján ára unglingur í Mexíkó er sagður hafa látið lífið í júlí vegna sogbletts. Fjölmiðlar í Mexíkó segja að sogbletturinn hafi valdið blóðtappa sem dró drenginn til dauða. Hann hafði verið með 24 ára gamalli kærustu sinni og látið lífið við matarborðið hjá fjölskyldu sinni.

Kærastan er nú sögð vera horfin og kennir fjölskylda drengsins henni um andlátið.

The Mirror bendir á að árið 2011 hafi 44 ára kona lamast að hluta til vegna heilablóðfalls sem hún fékk. Læknar áttuðu sig ekki á orsökinni fyrr en þeir sáu sogblett á hálsi hennar og tóku eftir því að slagæð undir húðinni hafði skemmst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×