Erlent

Lést af völdum appelsínuárásar

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin átti sér stað á bóndabæ í norðurhluta Suður-Afríku.
Árásin átti sér stað á bóndabæ í norðurhluta Suður-Afríku. Vísir/Getty
Lögregla í Suður-Afríku handtók á þriðjudag tvo menn vegna gruns um að þeir hafi drepið starfsmann á bóndabæ með appelsínum.

Moatshe Ngoepe, talsmaður lögreglu, segir sjónarvotta hafa séð mennina rífast og hafi þeim viðskiptum lokið með að hinir grunuðu tíndu upp appelsínur af jörðinni og létu þær rigna yfir manninn.

AP greinir frá því að lögreglumaðurinn bendi þó á að enn eigi eftir að rannsaka ákveðna þætti árásarinnar, en maðurinn var úrskurðaður látinn á staðnum. Fórnarlambið var ekki með neina sýnilega áverka, sem gæti ýmist bent til innvortis blæðinga eða þá að hann hafi orðið fyrir slíku áfalli vegna árásarinnar að hann lést. Lögregla og saksóknari bíða nú niðurstöðu krufningar.

Árásin átti sér stað nærri Tzaneen, smábæjar í Limpopo-héraði í norðurhluta Suður-Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×