Erlent

Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fórnarlamba árásarinnar var minnst í London í dag.
Fórnarlamba árásarinnar var minnst í London í dag. Vísir/EPA
75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. BBC greinir frá.

Er hann fjórða fórnarlamb árásarinnar en alls létust fimm, þar með talið árásarmaðurinn, sem skotinn var til bana fyrir utan þinghúsið.

Búið er að gefa út nöfn þriggja þeirra sem létust í árásinni. Lögregluþjónninn Keith Palmer var stunginn til bana við þinghúsið, en hann var 48 ára gamall.

Bandaríkjamaðurinn Kurt Cohran lét einnig lífið eftir að hafa orðið fyrir bíl árásarmannsins, en eiginkona hans varð einnig fyrir bílnum og er í alvarlegu ástandi.

Aysha Frade var 43 ára gömul og bjó í London. Hún starfaði sem kennari. Hún lét lífið eftir að verða fyrir bílnum á Westminsterbrúnni. Hún skilur eftir sig tvær stúlkur og eiginmann.

Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi.

 


Tengdar fréttir

Birta nafn árásarmannsins

Maðurinn sem talinn er hafa framið árásina við breska þinghúsið í London í gær hét Khalid Masood.

Vitni lýsa árásinni sem algjörum hryllingi

Fjórir féllu í árás á og við lóð breska þinghússins í gær. Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn að verki og var hann felldur á vettvangi. Lögregla rannsakar árásina sem hryðjuverk. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×