Enski boltinn

Lescott til bjargar Moyes og lærisveinum í Sunderland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joleon Lescott, tl hægri, vann titilinn með Manchester City.
Joleon Lescott, tl hægri, vann titilinn með Manchester City. Vísir/Getty
Joleon Lescott, fyrrum leikmaður Manchester City og Aston Villa, hefur gert samning við enska úrvalsdeildarliðið Sunderland til loka þessa tímabils.

Lescott hefur verið atvinnulaus og án liðs síðan að hann yfirgaf gríska félagið AEK Aþenu í nóvember eftir aðeins þrjá mánuði hjá félaginu.

Lescott er fyrsti leikmaðurinn sem knattspyrnustjórinn David Moyes nær í janúarglugganum en Sunderland þarf svo sannarlega að hjálp að halda.

Joleon Lescott gæti reyndar fallið úr ensku úrvalsdeildinni annað tímabilið í röð en hann lék 33 leiki með Aston Villa á síðustu leiktíð.

Sunderland er í vondum málum í botnsæti deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti og án sigurs í síðustu sjö leikjum í öllum keppnum.

Joleon Lescott varð tvisvar sinnum ensku meistari á fimm árum með Manchester City en hann hefur einnig spilað fyrir West Bromwich Albion, Everton og Wolves.

Lescott spilaði fyrir David Moyes þegar hann var hjá Everton frá 2006 til 2009 en Moyes seldi hann til Manchester City sumarið 2009.

Joleon Lescott lék á sínum tíma 26 landsleiki fyrir England en hann nú orðinn 34 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×