Erlent

Lentu geimflaug eftir spennuþrungið geimskot

Samúel Karl Ólason skrifar
Falcon 9 geimflaug SpaceX á skotpallinum í Vandenberg herstöðinni.
Falcon 9 geimflaug SpaceX á skotpallinum í Vandenberg herstöðinni. Mynd/SpaceX
Fyrirtækið SpaceX skaut nú í kvöld tíu gervihnöttum á braut um jörðina. Geimflaugin sem flutti gervihnettina lenti svo aftur á bát við strendur Kaliforníu. Þetta var fyrsta geimskot SpaceX frá því að geimflaug þeirra sprakk á skotpallinum fyrir rúmum fjórum mánuðum. Því lá mikið undir að geimskotið í dag heppnaðist vel.

Þetta er í sjöunda sinn sem SpaceX tekst að lenda geimflaug aftur á jörðinni. Með því að endurnýta geimflaugar dregur fyrirtækið verulega úr kostnaði við geimskot.

Að þessu sinni var Falcon 9 geimflaug notuð til að ferja tíu fjarskiptagervihnetti á sporbraut fyrir fyrirtækið Iridium. Til stendur að koma tugum slíkra gervihnatta á sporbraut á næstu árum.

Hér má fylgjast með því hvernig gervihnöttunum er komið á sporbraut um jörðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×