Íslenski boltinn

Lennon má spila gegn Fylki í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lennon í leik með Fram gegn Fylki í fyrra.
Lennon í leik með Fram gegn Fylki í fyrra. Vísir/Daníel
Steven Lennon hefur fengið félagaskipti yfir í FH frá norska liðinu Sandnes Ulf og því er FH frjálst að nota hann í leik liðsins gegn Fylki í kvöld.

Lennon kom til landsins í gærkvöldi og hefur því ekki náð að æfa með sínu nýja liði. Heimildir Vísis herma þó að hann verði í leikmannahópi FH-inga í leiknum í kvöld.

Lennon er skoskur framherji sem kom hingað til lands árið 2011 og lék með Fram þar til hann hélt til Noregs um mitt tímabil í fyrra. Hann skoraði sextán mörk í 43 deildar- og bikarleikjum með Fram.

Þess má svo til gamans geta að Lennon ritaði á Twitter-síðu sína í morgun að það hafi rifjast upp fyrir honum nú að það sé eggjalykt af íslenskum sturtum.

Leikur Fylkis og FH hefst klukkan 19.15 í kvöld en í dag fer fram heil umferð í Pepsi-deild karla.


Tengdar fréttir

Pepsi-deild karla | Stórleikur í Vesturbæ

Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld og eru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskrá. Leikur KR og Breiðabliks verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×