Viðskipti innlent

Lengi staðið til að kanna grundvöll fyrir skaðabótamáli

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að lengi hafi staðið til að kanna hvort það væri grundvöllur fyrir skaðabótakröfu vegna láns Seðlabankans til Kaupþings. Nú verði það gert.

Bjarni Benediktsson vill kanna hvort íslenska ríkið geti krafist skaðabóta vegna áttatíu milljarða láns sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi  í miðju hruninu en þar fóru að minnsta kosti þrjátíu og fimm milljarðar í súginn.

Már segist ekki vita um nein óyggjandi gögn sem sýni fram á að sýndarviðskiptin við Al Thani hafi haft áhrif á lánið. Áhugavert sé þó að vita hvert peningarnir fóru en margar sögusagnir voru á kreiki um það. Hafi þeir ekki farið í að bjarga bankanum gæti það verið málsástæða í sjálfu sér.

Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg

Guðmundur Steingrímsson og Helgi Hjörvar sögðu í fréttum okkar í gær að öll gögn þyrftu að koma fram í dagsljósið varðandi lánið, meðal annars símtal milli Geirs H. Haarde og Davíðs Oddsonar í aðdraganda lánsins sem ekki hefur fengist leyfi til að gera opinbert. Már segist telja að hægt verði að fá botn í málið án þess að lúslesa útskrift af samtalinu.

Geir H. Haarde neitaði sem kunnugt er að gera það opinbert, enda var hann ekki látinn vita á sínum tíma að samtalið væri tekið upp.


Tengdar fréttir

Iceland jails former Kaupthing bank bosses

Four former bosses from the Icelandic bank Kaupting have been sentenced to between four and five and a half years in prison in the Surpreme Court of Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×