Viðskipti innlent

Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar

Atli Ísleifsson skrifar
Staðurinn á Akureyri verður sá fjórði á landinu.
Staðurinn á Akureyri verður sá fjórði á landinu. Aðsent
Nýr Lemon-veitingastaður verður opnaður á Akureyri í maí. Staðurinn verður til húsa á Glerárgötu 32.

Hjónin Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir eiga umræddan Lemon sérleyfisstað, en þetta verður fjórði Lemon-staðurinn sem opnar hér á landi.

Í tilkynningu segir að það sé eignarhaldsfélagið Brúnir sem eigi húsnæðið á Glerárgötu 32. Staðurinn er 220 fermetrar að stærð og er reiknað með að staðurinn taki 55 manns í sæti. Hægt verður að ganga inn á staðinn bæði að framan og aftan.

Fyrir á landinu eru Lemon staðir á Suðurlandsbraut 4, Laugavegi 56 og Hjallahrauni 13 í Hafnarfirði. Þá var nýverið opnaður sérleyfisstaður í öðru hverfi Parísar á Rue des Petits Carreaux.

Katrín Ósk Ómarsdóttir og Jóhann Stefánsson, eigendur Lemon Akureyri, ásamt Jóhönnu Soffíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra Lemon á Íslandi.aðsent





Fleiri fréttir

Sjá meira


×