Innlent

Lekamálið hafði áhrif

Höskuldur Kári Schram skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi innanríkisráðherra segir að lekamálið hafi haft áhrif á þá ákvörðun hennar að hætta á Alþingi.

Hanna Birna ætlar ekki að gefa kost á sér til endurskjörs í komandi þingkosningum. Hún tilkynnti flokkssystkinum sínum þessa ákvörðun í dag.

Hanna Birna segir að lekamálið hafi haft áhrif á þessa ákvörðun.

"Auðvitað. Ég hugsa að ég hafi upplifað það erfiðasta sem maður getur upplifað í stjórnmálum og kannski líka það ljótasta. En ég hef líka upplifað það fegursta. Ég hef fengið að takast á við frábær og ótrúlega spennandi verkefni. Ég fer út úr þessu með þau verkefni í huga. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa fengið þá reynslu og fengið þau tækifæri sem er ekki sjálfgefið. Þannig að ég er ekki að kveðja vegna lekamálsins. En við skulum segja að það hafi ekki haft þau áhrif að hvetja mig til áframhaldandi setu," segir Hanna Birna Kristjánsdóttir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×