Leitar enn ađ hundinum Mjölni

 
Innlent
16:48 10. JÚLÍ 2009
Marvin ađ kjassa hundinn sinn, Mjölni.
Marvin ađ kjassa hundinn sinn, Mjölni.
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar

„Ég gefst ekkert upp, ég held áfram að reyna að finna barnið mitt," segir Marvin Michelsen, tvítugur Reykvíkingur, sem lenti fyrir gráglettni örlaganna í því að hundurinn hans, Mjölnir, var gefinn nýjum eigendum í byrjun júní.

Síðan þá hefur Marvin leitað logandi ljósi að hundinum, og meðal annars biðlað til fólksins á Feisbúkk að hjálpa sér að finna hann. Alls eru tæplega 5.300 manns búnir að skrá sig í hópinn Mjölni skilað.

Hann segir konu hafa hringt í sig og sagst vera með Mjölni. Sú hafi neitað að skila honum. Marvin telur þó að þar hafi verið um blekkingu að ræða og grunar að einhver aðili málsins sé að reyna að kveða umræðuna niður. Leitin hefur því ekki borið árangur enn.

„Hann átti afmæli 2. júlí og ég missti af því. Þetta er ekki gaman," segir Marvin, sem segist sakna Mjölnis meir með hverjum deginum sem líður.

„Ég á erfitt með að sofna á kvöldin, ég á erfitt með að borða. Ég óska engum að ganga í gegnum svona lagað," segir Marvin. Hann segir yngri systkini sín spyrja um hundinn á hverjum degi.

Hann segist þó finna mikinn stuðning, fólk bæði sendi honum skilaboð og hringi í hann. Hann fái til dæmis reglulega fá vísbendingar sem hafi þó ekki reynst réttar.

Á títtnefndri Facebook síðu hefur meðal annars verið látið í veðri vaka að Marvin hafi ekki verið staddur á sjúkrahúsi þegar hundurinn týndist heldur verið í varðhaldi eða fangelsi. Þetta segir Marvin hins vegar haugalygi sem ekki sé svaraverð.

„Hvernig átti ég að geta hringt á hundahótelið ef ég var í gæsluvarðhaldi?" segir Marvin hneykslaður að lokum.

Hópinn Mjölni skilað má finna hér.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Leitar enn ađ hundinum Mjölni
Fara efst